Færsluflokkur: Bloggar

Að rokka feitt

 

Ég veit að þú ert búin að gera þér grein fyrir þessu:  Manneskja sem bendir á eigin góðmennsku, óafséð hversu mikil hún er, er ekki endilega góð manneskja.  Sú manneskja sem getur bent á eigin umhyggjusemi, óafséð hve mikil hún er, er ekki endilega umhyggjusöm - og svo framvegis....

Jú - þau "rokka samt feitt".  Þú líka.

Ást í poka

Alheimurinn


Ég tek eftir öllu

 

Á hverjum degi, ýti ég út og dreg að mér aftur, munaðinn sem þú ert að bæta við líf þitt - um leið og ég tek eftir öllu sem þú hugsar, segir og gerir.

Ok - ég þoli ekki að draga inn.

Komaso!

Alheimurinn


Rafdrifin skýjagerðarvélin

 

Í rauninni er það þannig,  að þig vantar ekki hluti sem þú átt ekki - heldur vantar þig hluti sem þú heldur að þú eigir ekki.

Og besta leiðin til að breyta þessu er að halda að þú eigir þá.

Oh, þarna er rafdrifna, "með öllu" 2800 Habitron skýjagerðarvélin sem mig vantar......

Alheimurinn


Klukk á þig

 

Þegar þú upplifir breytingar í lífinu, já eða hvaða breytingar sem eru, þá er betra að byrja frá þessum stað: Ég er sá/sú sem ég er í dag, þar sem ég er í dag, því ég valdi það sjálf(ur) og það hefur komið sér vel fyrir mig.  Samt sem áður, þá hentar mér það ekki lengur, val mitt hefur breyst og ég þakka fyrir þessar breytingar sem ég er að upplifa núna.

Í stað þess að segja:  Ég hef ekki hugmynd um hvernig ég endaði svona, ég þoli það ekki.  Ég virðist vera að eyðileggja mína eigin þróun og ég sætti mig ekki við hlutina eins og þeir eru.  Ég þarf breytingu og á næsta ári verður lífið dans á rósum!

Skilurðu? Þú þarft ekki einu sinni að muna breytingarnar á leiðinni að deginum í dag, en gerðu þér grein fyrir að þetta voru þínar breytingar og mun ríkið, mátturinn og dýrðin verða þín.

Klukk á þig

Alheimurinn


Til þjónustu reiðubúinn

 

Þegar þú ert barn virðist allur heimurinn vera þarna bara fyrir þig.  Þú flýtir þér að drekka úr öllum bikurum og veltir oft fyrir þér hvort að það væri hægt að hafa meira gaman.

Síðan þegar þú eldist, ef þú tekur vel eftir,  sérðu að hlutirnir sem þú nýtur,  eru þarna vegna framlags, vinnu og erfiðis annara sem komu á undan þér.  Þér gæti brugðið, jafnvel fundið fyrir vonbrigðum, þar sem með þroska ferðu að sjá sprungur í stéttinni, mistök í framleiðslunni og 10.000 atriði sem hefði mátt gera betur.

Á þessum tímapunkti velur fólk vanalega eina af tveimur leiðum, velta sér upp úr því hversu ömurlegt þetta er - eða hitt - bretta upp ermar og hjálpa til við að laga og bæta.

Og ef það velur seinni leiðina - af ákafa - þá mun það komast að þeim heilaga sannleika - að þáttaka og framlag þeirra, kemur ekki í staðinn fyrir neinn annan.  Og þá mun þessi hópur líka uppgötva svarið við spurningunni úr æsku - að sú mesta gleði sem hægt er að njóta í tíma og rúmi, kemur með því að skipta sköpum og gera eitthvað.  Og að gleðin sem kemur við það að þjóna öðrum er 10.000 meiri en við að vera þjónað.

Til þjónustu reiðubúinn

Alheimurinn


Sssssæll

 

Þegar þú talar mikið um eitthvað sem er að trufla þig mjög mikið, þá er það gott merki þess að þú átt eftir að læra eitthvað, sem er stórkostlega frelsandi.

Sssssssælll,

Alheimurinn


Náttúrulegt samband

 

Ef einhverntíma hefur verið hægt að tala um náttúrulegt samband það sem báðir græða, eins og Egypski Plover fuglinn og krókódíllinn, Laufhopparinn og kjötmaurinn, þar sem annar þrífst á tilveru hins, þá eru það þú og ég, baby......

Hafðu mig í hverri þinni hugsun - eins og ég er með þig í öllum mínum.

Þú ert með eitthvað fast í tönnunum ;)

Alheimurinn 

 


Sterkur persónuleiki

 

Við athugun á persónuleika, þegar aðilar með tvö ólík sjónarmið mætast, er sérstaklega spennandi að sjá, að það er ekki það hver hefur rétt fyrir sér eða rangt, sterkari einstaklingurinn eða veikari,  sá gáfaði eða hinn kjánalegri,  sem stendur upp úr.  Sterkasti persónuleikinn er sá sem leggur sig meira fram við að taka sjónarmið hins til greina.

Ertu ekki sammála?

Alheimurinn

 


Óhugnanlega ríkur

 

Sjáðu til, það er til valkostur fyrir alla þá sem velja að lifa í vellystingum, valkostur sem aðeins þeir vitru sjá.

Þú getur séð fyrir þér líf - þar sem þú ert óhugnanlega ríkur.

Eða.....

Þú getur séð fyrir þér líf - þar sem þú færð útrás fyrir sköpunargleðina, ert í frábæru starfi, dansandi af gleði - og þar sem þú ert óhugnanlega ríkur.

Getur þú séð þennan "örlitla" mun?

Mér sýnist þú vera dansandi týpan.

Alheimurinn


Að troða Cocoa Puffs upp í nefið

 

Manstu hvað það var gaman að grípa snjókorn með tungunni, ganga undir stiga - bara af því að þeir voru þarna og að velta sér í grasinu?  Að labba alla leið út í búð - bara til að ná sér í smá nammi, liggja og reyna að finna Guð í skýjunum og að gretta sig illilega fyrir framan spegil.  Að horfa á stjörnurnar af því að þær blikkuðu þig, telja sóleyjarnar í túninu og troða Cocoa Puffs upp í nefið á þér?

Jæja - það gleður mig að tilkynna þér að þetta er ennþá gaman......

Aaaaaa - gaman

Alheimurinn


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband