Færsluflokkur: Bloggar

Hvernig verða peningar til?

 

Vanalega er það ekki hugsunin um peninginn sem gerir fólk ríkt.

En það að hugsa sig ríkan, það býr til pening.

Ef þú skilur mig.

Nákvæmlega,

Alheimurinn 

 


Gefðu mér M, gefðu mér A....

 

Ástæða þess að sumar hugsanir þínar eru ennþá ósýnilegar, er einfaldlega sú að þú hefur ekki hugsað þær nógu mikið!

Gefðu mér M, gefðu mér A, gefðu mér R, gefðu mér K, gefðu mér M........ þú veist restina......

Alheimurinn


Að eiga og eiga ekki

 

Grundvallarmunurinn á mér og þér - fyrir utan hvað þú ert einstaklega einstök mannvera - er það að ég veit, héðan og að minni ystu stjörnuþoku - að eini munurinn á því að  "eiga" og "eiga ekki" er ímyndun.

Þannig að - hvernig gengur lífið annars?

Alheimurinn


Hvað er að gerast hjá þér?

 

Það er svo fjarri mér að spyrja út í þitt persónulega líf.  Enda veit auðvitað nákvæmlega hvað er í gangi hjá þér.  Gætir þú bætt á þig meira af skartgripum?  Aukið hláturinn?  Svoldið meira af "high-five"?  Eða meira af hamingjuóskum frá ættingjum og vinum?

Það er það sem ég er að tala um....

OK - ímyndaðu þér þá þetta allt saman.  Sjáðu og finndu gleðina.  Heyrðu hláturinn.  Ímyndaðu þér bankainnistæðurnar.  Og þessar hugsanir muni raunverulega safna saman tækifærunum, hugmyndunum, möguleikunum og aðstæðunum sem munu formfesta staðreyndirnar, um leið og þú ferðast um heiminn í áttina að draumunum þínum.

Skilið?

Alheimurinn


Snillingur ertu

 

Þar sem þú hefur verið, hefur gert það mögulegt að þú ert sú/sá sem þú ert.  Og ég myndi ekki breyta því á nokkurn hátt.

Þú ert svo mikill snillingur

Alheimurinn 

 


Vertu á vaktinni

 

Þó að það sé erfitt að sjá það þegar þú ert staddur í  atburðinum þá er það þannig að vonbrigði vegna atvika í lífinu, allskyns breytingar eða tilviljanir, benda alltaf til þess hvernig á að nálgast eitthvað stærra eins og ást, gleði og skemmtilegar "ferðir í rússíbananum". 

Vertu á vaktinni.

Góðir hlutir - ha?

Alheimurinn

 


Þinn stærsti aðdáandi

 

Það er ekki stærð draumanna þinna sem veldur því hvort þeir rætast eða ekki - heldur stærð skrefanna sem þú tekur í áttina að uppfyllingu þeirra.

Þinn stærsti aðdáandi

Alheimurinn


Guðdómlegt

 

Ef þú gætir "séð" ástina sem umlykur allar manneskjur, þá væri það fyrsta sem kæmi í huga þinn, þegar þú sérð - hvern sem er:  Guðdómlegt.

Svo myndir þú líklega spyrja þá hvernig þetta væri gert -

Alheimurinn

 


Til hamingju, frábært, vel gert!

 

Í dag hef ég ekkert meira mikilvægara að segja en:  Til hamingju, frábært, vel gert!

Þú ert núna, opinberlega, sú manneskja sem þig dreymdi um að verða.

Þetta virkar alltaf,

Alheimurinn

 


Að upplifa lífið

 

Veistu - að ef það væri ekki fyrir þá staðreynd að allir geta hugsað eins og þeir vilja og upplifað eins og þeir vilja (og þá eru taldar með allar staðfestingar á því) - þá gæti ég líka jafnvel haldið að lífið væri erfitt, stutt, ósanngjarnt.  Í stað þess að geta verið auðvelt, skemmtilegt og óvænt.

Yðar háborni

Alheimurinn


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband