Færsluflokkur: Bloggar
24.9.2007 | 11:23
Græna hliðin upp
|
Ekki vera reið(ur)...
Aldrei.
Það er ekki þess virði. Það er alls ekki nauðsynlegt. Það er alltaf önnur leið.
Auk þess, í hvert skipti, bak við tjöld tíma og rúms, virðast alltaf vera herskarar af englum til að hjálpa þér - en þeir komast bara til þín þegar þú ert jákvæður.
Græna hliðin upp.
Alheimurinn
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.9.2007 | 09:57
Það sem þú átt í dag
Ef þú tekur eftir því sem er til í lífi þínu nú þegar, þá sem þú átt núna: Óendanlegt af lofti til að anda, næga birtu til að sjá, tónlist til að hlusta á, bækur til að lesa, stjörnur til að horfa dreymandi á, tré til að dáðst að, skógar til að ganga í gegnum, strandir til að skoða, steina til að meta, rigningar til að hreinsa þig, ár til að sigla á, dýr til að kjassast við - þá verður þú að viðurkenna, það er mikið meira en þú gætir nokkurntíma eytt.
En endilega reyndu það.
Flottastur alltaf,
Alheimurinn
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.9.2007 | 13:58
Dulbúnir englar
Sumir englar kjósa að dulbúast á sérstakan hátt, svona til að hjálpa fólki að dæma ekki eftir útlitinu.
Nei - þeir eru ekki mikið fyrir augað, hafa ekki skemmtilegan frásagnarstíl, eru lélegir dansarar og fæstir myndu trúa að þeir eru englar - en það einmitt ástæðan.
Sérhver sál er falleg,
Alheimurinn
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
17.9.2007 | 09:09
Ókeypis færsla
|
Hvert orð sem ég skrifa, gæti verið misskilið. Hver hlið málsins, gæti sýnt fram á aðra hlið. Og í gegnum vikur og daga, þá gæti hvert orð sem er tekið of alvarlega haft í för með sér mótmæli.
En ég skrifa fyrir vandvirka námsmanninn, vitandi að aðrir munu lesa orðin mín og jafnvel misskilja. Ég skrifa til að minna á - fyrir þá sem vilja muna - vitandi það að aðrir vilja ekki muna og það er í lagi - mín vegna. Það tapar enginn, engar fyrirfram ákveðnar leiðir, engar kröfur um fullan skilning á efninu. Gleði er eina krafan.
En aðallega skrifa ég vegna þess að það er gaman.
Svo er þessi færsla svo til ókeypis.
Tjúrilú,
Alheimurinn
Bloggar | Breytt 19.9.2007 kl. 13:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.9.2007 | 09:33
Góðmennska
Að kvöldi dags, sama hvernig hegðunin var, sama hvað var sagt og sama hvernig hlutirnir æxluðust, vertu viss um það - hjartað mitt - að góðmennska þín var öllum kunn.
Kletturinn þinn,
Alheimurinn
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.9.2007 | 11:15
Að vakna við vekjaraklukkuna
|
Veistu nokkuð betra en að vakna við vekjaraklukkuna kl. 6 að morgni, hlaupa um húsið og gera sig til fyrir vinnuna og fatta þá allt í einu að það er helgi - og þú getur farið aftur að sofa?
Upplifa svo mikla gleði, með svo mörgum vinum, hlægjandi svo hátt, eyða, borða, vera hamingjusamur og á þeim tímapunkti gera þér grein fyrir, að þú ert ekki að ímynda þér......
Gerist á hverjum degi,
Alheimurinn
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.9.2007 | 08:45
Loforð
Ég endurnýja loforð mín á hverjum degi.
Og auk snúninga og kollhnýsa eins oft og hægt er, þá innifela loforðin dráp allra þinna dreka, uppfyllingu allra óska þinna og yfir höfuð að skemmta þér á allan hátt. Skemmta þér verulega vel.
Þitt loforð var að leyfa mér að gera það.
Það er ekkert sem við getum ekki gert -
Alheimurinn
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.9.2007 | 10:28
Þróunarsaga trúar
|
Þróunarsaga trúarinnar, spannandi yfirleitt milljónir ára, lítur vanalega svona út:
Að trúa alls ekki á "Alheiminn"
Að trúa á "Alheiminn" - en efast samt í laumi
Að hræðast "Alheiminn" - en elska hann í laumi
Að elska "Alheiminn" - en hræðast hann í laumi
Að komast að því að "Alheimurinn" er þú og var það allan tímann.
Yðar einlægi,
-
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.9.2007 | 10:18
Hugsaðu STÆRRA
Hugsaðu STÆRRA.
Já - stærra.
Einmitt, einmitt.
Alheimurinn
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.9.2007 | 13:26
Hvað sem er
Hvað sem er.
Ég er virkilega að meina það.
Hvað sem er, hvað sem er, hvað sem er.
Þú getur fengið það.
Hvað sem er.
Alheimurinn
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)