Færsluflokkur: Bloggar

Þekktur sannleikur

 

Gagnvart sérhverjum hlut -  er einn þekktur sannleikur.

Í alvörunni,

Alheimurinn

 


Þín eigin lúðrasveit

 

Vissir þú, að alltaf þegar þú hvíslar í hljóði - til einhvers: Fyrirgefðu...... , þá er einhver hérna megin sem fellir tár og lækningin hefst.

Vissir þú, að alltaf þegar þú hvíslar í hljóði - til einhvers:  Get ég hjálpað? ......., þá er einhver hérna megin sem fellir tár og herskarar engla eru sendir af stað.

Vissir þú, að alltaf þegar þú hvíslar í hljóði - til einhvers:  Ég elska þig........, þá er einhver hérna megin sem fellir tár, lækningin hefst, herskarar engla eru sendir af stað og 10.000 bjöllur hljóma.

Í rauninni ertu með þína eigin lúðrasveit - sem eltir þig hvert sem er..........

Ég elska þig,

Alheimurinn

 


Eins og að snyrta tré

 

Að biðja einhvern að breyta sér, er eins og að snyrta tré - hvorugt mun verða eins aftur.

Það sem er þó óhugnanlegra er að þú veist aldrei í hvaða áttir þeir vaxa aftur.

En hey - þetta er þín ákvörðun.

Bæ í bili,

Alheimurinn


Að vera mannlegur

 

Það er vel skiljanlegt og í mannlegu eðli að sjá sjálfan sig sem lítinn.

Þangað til að þú hættir að sjá þig sem bara mannlegan.

Ætti að reynast þér auðvelt,

Alheimurinn

 


Í kappi við tímann

 

Veltir þú einhverntíma fyrir þér, hvert allar þessar stórkostlegu sekúndur, mínútur og klukkutímar fara.  Þessi tími sem nýlega rann úr hendinni t.d. um helgina sem mikið var að gerast eða á skemmtilegu kvöldi, þegar þér allt í einu fannst þú vera í kappi við tímann.

Tíminn fór hvergi. Hann er ennþá hérna - í algjörri leti.  Hann lítur bara öðruvísi út þegar þú hugsar bara um hvað þú hefur ekki gert, í stað þess að  hugsa um hvað þú ert búin(n) að gera.

Framlag þitt er umtalað,

Alheimurinn


Vertu varnarlaus

 

Slæðan lyftist, um leið og varnirnar byrja að falla.

Vertu varnarlaus,

Alheimurinn


Yfirnáttúrulegir hæfileikar

 

Ef þú  myndir skilja þær stórkostlegu gjafir sem hver áskorun í lífi þínu færir, myndir þú fagna öllum áskorunum - bæði gömlum og nýjum.  Þetta eru nefnilega merkin um nýtt upphaf, glæsilegar breytingar og yfirnáttúrulega hæfileika þína.

Hentar þér nákvæmlega núna - er það ekki?

Alheimurinn


Fyrir löngu, löngu síðan

 

Fyrir löngu, löngu síðan, áður en það var jafnvel sandur í tímaglösum, þá var pínu, pínulítill punktur, næstum ósýnilegur, sem var færður þér að gjöf.

Í fyrstu, hissa og undrandi, hélstu að þetta væri grín.  Samt sem áður,  verandi forvitinn og treystandi öðrum, sagði sannfæring þín þér að þiggja gjöfina og áður en langt um leið, fórstu að rannsaka hana.

Og taktu eftir, þú fórst að verða lítill sjálfur og sást þá pínulítinn inngang- inn í gjöfina, inngang sem var eins og langur, bugðóttur stígur.  Þú gekkst inn, og sást þau mögnuðustu, mosavöxnu eikartré sem þú hafðir nokkurntíma séð.  Fyrr en varði fannstu skínandi, gylltan gamaldags lykil sem hafði legið á stórum hringlaga steini, að því virtist fyrir þig, til að finna.

Með lykilinn í hendinni, hélstu áfram að ganga stíginn, þar til þú komst að ógnarmiklu hliði.  Yfir hliðinu var gamaldags skjöldur og á hann var skrifað:

"Velkominn í Skóg Tíma og Rúms, þar sem ekkert er eins og það sýnist, þó er allt mögulegt.  Ef þér finnst þú villtur og leiður, gleymdu þá ekki hvar þú ert og fylgdu leiðarvísunum....."

Þar sem þú kíktir í gegnum stóru járnstangirnar í hliðinu, gastu séð Vetrarbrautina og billjónir annara stjörnuþoka.  Hugsanir þínar fóru af stað, ímyndunaraflið tók flugið - og þar sem þú lyftir lyklinum þínum að lásnum og opnaðir, heyrðist hátt hljóð og þú sást skært ljós.  Eftir það - eins og ljósárum seinna - en samt í sömu andrá, sástu þig í hinum fegursta mannlega líkama, búandi á hinni fegurstu litlu plánetu, eigandi yndislegt líf.  Þú varst með forvitni-hrukku á enninu, lesandi þennan pistil, hér og nú, sem þú manneskja sem þú ert........

Talandi um tákn -

Alheimurinn


Engar reglur

 

Aldrei búa til reglur - aldrei nokkurn tíma.

Ekki fyrir aðra.  Og sérstaklega ekki fyrir sjálfan þig.

Nema auðvitað að þetta sé  þín regla....!!!

Fæddur frjáls,

Alheimurinn


Spurningar og svör

 

Spurðu hvaða spurningar sem er, rétt fyrir svefninn - og henni mun vera svarað.

Í rauninni getur þú spurt hvaða spurningar sem er, hvenær sem er og þér verður svarað.  Málið er bara það að á morgnanna er "heyrnin" oftast best.

Alheimurinn


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband