Færsluflokkur: Bloggar

Að finna ást

 

Besta leiðin til að finna "ást" (sem er að vísu líka besta leiðin til að finna peninga) er að einblína minna á hliðarverkefni lífsins og horfa frekar á það góða í lífinu.

Einfalt er best,

Alheimurinn


Mismæli og misskilningur

 

Ekki hræðast.

Öll mismæli, allur misskilingur og allar aðrar leiðir til að villa fyrir.......... eru tímabundnar.

Láttu það hverfa,

Alheimurinn

 


Úti að aka

 

Ekki dæma ferðalagið útfrá þeirri leið sem þú ert á.  Eins og að keyra í rallý, getur þú ekki vitað fyrirfram hvernig beygjurnar á leiðinni verða, hvar koma óvæntar útafkeyrslur, hvaða bílum þú mætir og hverjir eru með nefið klesst í framrúðuna á þeim.  Enn frekar er það ólíklegt að útsýnið á leiðinni líkist nokkuð fegurð áfangastaðarins sem þú hefur í huga.

Einnig er líklegt að þú takir nokkrar vitlausar beygjur, fáir ótrúverðugar leiðbeiningar og að þú sért ekki alveg nákvæmlega á þeirri leið sem þú ætlaðir, þó þú farir yfir eins fljótt og hægt er og nálgist áfangastaðinn óðfluga.

Úti að aka!

Alheimurinn


Eins og alltaf

 

Þegar þú bíður róleg(ur), sætir færis og heldur stefnunni - þá lofa ég þér að senn kemur dagurinn sem þú horfir yfir öxlina, hristir höfuðið og veltir alvarlega fyrir þér - hvaða vandræði þetta voru eiginlega.

Eins og í öll hin skiptin,

Alheimurinn


Að velja leið

 

 Þegar vegurinn kvíslast, þá eru oftast tvær leiðir til að velja....... sú sem þú "ættir" að velja og hin sem þig langar til að velja.

Veldu þá seinni.  Alltaf velja þá seinni.

Ég gerði það,

Alheimurinn


Valið er auðvelt

 

Valið er alltaf auðvelt.  Kláraðu af disknum þínum - ef þig langar í eftirréttinn!

Frá eldhúsinu,

Alheimurinn


Það sem flestir gleyma

 

Það sem flestir gleyma, þegar þeir horfa dreymandi á skip drauma sinna, úti við sjóndeildarhringinn, er að þannig skip sigla aldrei að landi.  Þau eru nefnilega byggð undir fótum þeirra.

Allir í bátana,

Alheimurinn


Vertu þú sjálfur

 

Veistu hvernig þú gefur fólki það sem því langar mest, mest, mest í - frá þér - án þess að þú spyrjir það, hvað það ætti að vera?

Án undantekninga - að vera bara þú sjálf/ur.

Það var það sem fólk sóttist í,  þegar það tók þig inn í líf sitt.

Vei, vei,

Alheimurinn

 


Að vilja það allt

 

Það er mjög þekkt ástæða fyrir tilfinningum þínum, efasemdum sem þú finnur, spurningum sem þú spyrð og óttanum sem þú elur með þér.

Hún er kölluð:  Að vilja það allt!

Ótrúlegt kerfi - finnst þér ekki?

Alheimurinn


Hvernig ferðu að þessu?

 

Eina leiðin til að halda "meðvitund" er að hafa ekki allt sem þú vilt.  Því um leið og draumarnir rætast, þá fæðast nýjir um leið.  Það að hafa ekki allt sem þú vilt er því einn af stöðlum lífsins.

Og það  að læra að vera hamingjusamur þó þú hafir ekki allt sem þú vilt (sem er eins og þú sérð - staðall) er fyrsta merki "gleðinnar".  Nelgdu það - og það sem eftir er lífsins verður þú spurður að því hvernig þú ferð að þessu.

Þráin er falleg,

Alheimurinn

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband