Færsluflokkur: Bloggar
19.12.2007 | 10:09
Lögmál aðdráttaraflsins
Bara við hugsanir þínar, myndast iða í alheiminum, ósýnileg öfl fara á hreyfingu og aðstæður byrja að læðast að því að fullkomna hugsunina. Þessi ferill heldur áfram, löngu eftir að hugsuninni hefur sleppt. Þá flytjast fjöll og þessi ferill heldur áfram þar til hugsunin hlutgerist.
Svona gerist það, hugsanirnar hlutgerast. Hvernig gerist þetta, með billjónum "leikmanna" og endalausum tilfæringum? Þetta kemur ekki úr lausu lofti heldur í gegnum endalausar tilfæringar í öllum sviðum lífs þíns til að færa þig nær hugsun þinni. Í öðrum orðum, "lögmál aðdráttaraflsins".
Það að hugsanir hlutgerist útskýrir lögmál aðdráttaraflsins. Ólíkt öllum öðrum 2 orða setningum í öllum tungumálum heimsins, þá er það að "hugsanir hlutgerast" sem segir þér hvaða hlutverki þú gegnir, sem hugsuður, ákvörðunaraðili þess sem þú hugsar um og hvernig þú hefur yfirnátturulega hæfileika, sterkur og ótakmarkaður.
En auðvitað eru ekki allir tilbúnir til að sjá sig svona.........
Alheimurinn
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.12.2007 | 09:57
Um hugsanir
Þeir sem trúa ekki að hugsanir hlutgerist, séu brúin milli anda og efnis, milli Jin og Jang - og þeir réttlæta afneitun sína með vísindum, trú og hverju sem er. Þessir sömu aðilar gefa sér góðan tíma í að koma hugsunum sínum á framfæri við aðra......!!
Nokkuð sem lætur þig hugsa......
Alheimurinn
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.12.2007 | 09:45
Þú mátt ráða
|
Gerist það ekki nákvæmlega svona? Er líf þitt ekki klár sönnun? Einn daginn ertu rétt að skrimta, næsta dag ertu rík(ur).
Einn daginn ertu einmanna, næsta dag áttu nóg af vinum.
Týndur - svo fundinn. Veikur - svo hress.
Samt sem áður - ef þú lítur til baka þá sérðu svo greinilega að það eina sem breyttist var þitt eigið hugarfar. Samt sem áður var þér frjálst að hugsa hvað sem þú vildir - allan tímann.
Sagan þarf ekki að endurtaka sig........
Alheimurinn
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.12.2007 | 09:05
Stærð heilans
Raunveruleg ástæða þess að heilinn í þér er svona stór, svona miðað við aðrar blessaðar dýrategundir í tíma og rúmi, er að hann þarf að vera svona til þess að þú getir notað ímyndunaraflið. Ímyndað þér öll þessi spennandi, sérstöku smáatriði drauma þinni. EN ekki hverja þú þarft að hitta, hvenær þú þarft að hitta þá - né hvar. Og ekki hvernig þú átt að raða þessu öllu saman.
Heilinn í þér er sko ekki ÞAÐ stór.
En minn er það,
Alheimurinn
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.12.2007 | 15:30
Ef allir vildu sömu hlutina
|
Ef allir vildu sömu hlutina, ef allir vildu það sem er mest "inn" og mest vinsælt eða ef allir vildu gera það sem þú vilt gera, myndi það ekki breyta neinu. Þú gætir samt fengið það sem þú vilt.
Það ER nóg fyrir alla.
Og þú þekkir "rétta fólkið".
Án takmarkana,
Alheimurinn
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
12.12.2007 | 12:51
Réttlát reiði?
Auðvitað er alltaf hægt að réttlæta reiðina.
En, það er líka hægt að réttlæta fyrirgefninguna.
Það fer bara eftir því hversu mikið þú vilt fá út úr ævintýrinu.......
Alheimurinn
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.12.2007 | 09:40
Ég þekki vini
Hér eru 3 öruggar leiðir til að flytja þig frá því að óska þér við óskastjörnu - að því að gera þig að stjörnu!
1. Hugsaðu þér að draumar þínir hafi ræst nú þegar
2. Talaðu eins og þeir séu raunveruleiki
3. Og hagaðu þér eins og þeir hafi ræst
Og fyrr en varir munntu heyra frá öllum vinum þínum: Vá, rosalega gengur þér vel. Hvernig gerðist þetta allt svona fljótt? Þú ert búin(n) að gera allt sem þú ætlaðir! Það hlýtur að vera æðislegt!
Ég þekki vini,
Alheimurinn
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
30.11.2007 | 09:40
Loftkastalar
Það eru ekki loftkastalar sem byggjast þegar þig dreymir dagdrauma, heldur ekta kastalar. Og nákvæmlega núna, á þessari stundu, lifir þú og andar í þessum kastölum og finnst annað vera tilbúningur, tímabundið og fljótandi.
Samt sem áður, í veröld þinna villtustu drauma er einn mjög skýr munur á þessu. Í veröld þinna villtustu drauma, þar sem þú ert ein(n) og mannst þennan dag, lesandi nákvæmlega þetta og hugsar til baka - þá mannstu líka eftir því þegar þessi stund var tilbúningur, tímabundin og fljótandi um himinhvolfið.
Elska þig,
Alheimurinn
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
28.11.2007 | 10:25
Líf hinna óþreyjufullu
|
Mannstu - fyrir löngu, löngu síðan þegar þú varst að velta fyrir þér að lifa " Lífi hinna óþreyjufullu og spennandi" leitandi að öllum "hinum valmöguleikunum"? Mannstu þegar þú snérir þér að mér og spurðir: Hvað er ég búin að koma mér í mikil vandræði eiginlega?
Mannstu?
Og mannstu svarið mitt?
Ég sagði þér að það færi eftir ýmsu - t.d. hlýnun jarðar, árstíðarbreytingum, stjörnumerkinu þínu, stöðu stjórnmálanna þann daginn, heppni, örlögum - eða bara í hvaða skapi ég væri........
Og þar sprungum við úr hlátri,
eins og hýenur!
Alheimurinn
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.11.2007 | 09:28
Þegar draumurinn rætist
Væntingar um hamingjuna sem færist þér nær, í draumi, munu fölna í samanburði við hamingjuna sem þú munt upplifa - þegar draumurinn rætist.
Þú getur treyst því,
Alheimurinn
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)