Færsluflokkur: Bloggar

Meta eðlisfærði

 

2008 -  Vísbending fyrir hærra stigs meta-eðlisfræðinginn.

Til að byrja að lifa eins og þú hefur aldrei lifað áður, byrjaðu að lifa eins og þú hefur aldrei lifað áður.

Þar hefurðu það

Alheimurinn


Ef þú efast

 

 Ef þú ert í vafa, eignaðu þér allt:  hið góða, hið vonda og hið ljóta - og orkan þín mun koma aftur.

Alheimurinn


Snooze takkinn

 

Markmið eða draumar þurfa ekki að vera áskorun um að verða meira en þú hefur nokkurn tíma verið, fara þangað sem þú  hefur aldrei farið eða upplifa nýja hluti.   En ef þú tekur þessu lífi ekki sem áskorun - þá gæti þú alveg eins óskað eftir risavöxnum "snooze" takka á lífið.

Ömurlegt.

Förum á fjöll,

Alheimurinn


Leyndarmál

 

Hvernig væri að ég segði þér leyndarmál?  Í staðinn vil ég ennþá stærra bros en það sem þú ert með núna!!

Ok - díll?  Hér kemur það.......  Það er einhver í veröldinni í dag, nákvæmlega núna í tíma og rúmi, jafnvel einhver sem þú hefur ekki hitt ennþá, sem mun, áður en langt um líður - verða mjög, mjög ástfanginn af þér.

Þú ákveður svo hverskonar ást það verður!

Alheimurinn

 

 


10.000 ástæður

 

Ekki hafa áhyggjur af neikvæðu hugsunum þínum.  Þær hverfa að lokum inn í frumskóg tíma og rúms.  Breyttu þeim þegar þú getur en ef þær ná þér - leyfðu þeim það.  Því þó þær séu að ásækja þig - þá getur þú - þó ekki sé nema í 5 mín. á dag - gert þitt besta til að sjá drauma þína rætast, séð hamingju þína, brosað út að eyrum - jafnvel skellihlegið.  Þessar 5 mín. eru nóg til að slæva neikvæðnina. 

Þú ert í tíma og rúmi vegna einnar ástæðu - að þrífast.  Það er ekkert hægt að breyta því.

Þú kemur frá skapara og ert núna sjálf(ur) skapari - og skapar þínar eigin aðstæður.  Þú ert ekki uppkast og þú býrð ekki til tilveru þína - svona rétt til að læðast um.  Þú hefur aðgang að öllum verkfærunum og getur kallað þau til þín - hvenær sem er.  Af þessari ástæðu og öllum öðrum ástæðum í lífinu - getur þú séð að jákvæðu hugsanir þínar eru 10.000 sterkari en þær neikvæðu.  Og það eru 10.000 fleiri líkur á því að aðstæðurnar verði þér í hag - þegar þú sérð það.

Kúl - eða hvað?

Alheimurinn

 


Líf drauma þinna

Besta og þægilegasta leiðin að lífi drauma þinna - er vitneskjan um að þú ert komin(n) þangað - nú þegar.

Því þú ert það!

Alheimurinn

 


Rétt sjónarhorn

 

Frá mér séð, auðvitað, virðast öll vandamál á jörðinni lítil, mjög lítil.  Það er vegna þess að við vitum að þau eru fyrirsjáanleg, þau undirbúa þig fyrir það besta í þínu lífi og þú velur þau.  Og vilt í rauninni ekki fá lausnina á neinn annan hátt.

En frá þér séð, virðast vandamálin auðvitað rosalega stór.  Það er vegna þess að þau virðast oftast stöðug, hamlandi og sett þarna þér til höfuðs, kannski óvart, kannski vegna örlaga eða aðstæðna.

En rankaðu við þér.  Sjáðu vandamálin frá okkar sjónarhorni.

Alheimurinn


Ungar, gamlar og vitrar sálir

 

Ungar sálir læra að treysta - með því að spurja spurninga.

Gamlar sálir læra að treysta - með því að fylgjast með í hljóði.

En vitrar sálir - þeim gæti ekki verið meira sama.  Þær treysta ekki á aðra, ekki í neinu tilviki.

Júhúúú,

Alheimurinn


Þegar einar dyr lokast

 

Það er ekki bara þannig að þegar einar dyr lokast - að þá opnist aðrar.

Þegar einar dyr lokast, þá syngja kórar, hljómsveitir leika, hornin hljóma, hundar grípa bolta, kettir mala, svín fljúga og 10.000 nýjar dyr opnast.

Lætur þig vilja að dyr lokist - er það ekki?

Alheimurinn


Gróði virkar fyrir mig

 

Allar tilfæringar, hvort sem er frá hjartanu eða veskinu, í nútíð eða framtíð, stórar eða smáar - má sjá sem annað hvort tap eða gróða.

Gróði virkar fyrir mig.

Fáðu meira,

Alheimurinn

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband