Færsluflokkur: Bloggar
1.2.2008 | 10:22
Góður þjónustufulltrúi
Það verður ekki fallegra, meira töfrandi, meira gefandi né auðveldar, en það er nákvæmlega núna.
Þ.e. ekki fyrr en þú ferð að gera ráð fyrir að svo verði.
Á þeim tímapunkti vona ég að þú hafir góðan þjónustufulltrúa.
Væntingar safna nefnilega liði.
Alheimurinn
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
31.1.2008 | 09:07
Þetta var auðvelt
|
Allt mun virðast auðveldara, ef þú hefur í huga, allan tímann, að það Á að vera auðvelt.
Allt.
Þetta var auðvelt,
Alheimurinn
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
29.1.2008 | 10:36
Hvað með þig?
Ég hef verið að hugsa um óskirnar þínar. Í rauninni hef ég MIKIÐ verið að hugsa um þær. Reynt að sjá fyrir mér hvaða áhrif þær munu hafa á líf þitt. Stundum (ok - daglega) ímynda ég mér að þær hafi ræst. Ég sé þig oft fyrir mér njóta þeirra, hjarta þitt slær hraðar, vinir þínir tala og jafnvel nágrannarnir. Ég heyri næstum oooohhh-in og aha-in, ég finn fyrir klappinu og bragðinu af sigrunum - á þínum vörum.
Hvað með þig?
Alheimurinn
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
28.1.2008 | 10:59
Kysst - á báðar kinnar
Þegar þú skilur að vonbrigði þín gagnvart framkomu eða vali annara, er vegna þroskaleysis þeirra - eða þínu, frekar en vegna vonsku þeirra - eða þinnar - þá verður erfiðara fyrir þig að fara ekki valhoppandi í gegnum lífið, ískrandi af gleði - lyktandi af blómunum.
Þar að auki - þegar þú skilur að með nægum þroska af þinni hálfu getur þú alltaf fundið frið í samböndum þínum og það verður erfiðara að vera ekki hlaupandi um göturnar kyssandi alla sem þú mætir - á báðar kinnar!
Koss, koss -
Alheimurinn
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.1.2008 | 10:02
Stærstu ákvarðanirnar
|
Ég myndi segja að stærstu ákvarðanirnar í þínu lífi, séu ekki frami, hjúskaparstaða eða heimilið þitt - heldur að elska eins oft og þú hefur gert.
Og - það er þónokkuð,
Alheimurinn
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
24.1.2008 | 10:22
Sætari, mjórri, gáfaðri
|
Auðvitað getur þú alltaf fundið einhvern sætari, mjórri, gáfaðri, ríkari, yngri og meira töff. En oftar en ekki lærir þú meira, hlærð hærra og brosir breiðar - með þeim sem ÞEIR hafa fundið - sérstaklega þegar þeir hætta að leita.
Bæ í bili,
Alheimurinn
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.1.2008 | 10:03
Hrein snilld
Hrein snilld er ekki bara að skilja hvernig maður sér heiminn, hvernig maður finnur reglu, lógík og hið andlega í honum. Hrein snilld er að skilja að þín sýn á reglu, lógík og andlega þáttinn er það sem býr til þinn heim.
Og að geta, þar af leiðandi, breytt öllu sjálf(ur).
Alheimurinn
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
22.1.2008 | 09:59
Þú og besti vinur þinn
|
Pssssst...... Ekki að þú myndir nokkurn tíma gera svona....... - en þegar einhver segir besta vini sínum frá t.d. erfiðum degi, vandræðum í sambandinu eða að þeir eigi bara nokkuð gott líf, nema kannski fjárhagslega - þá er viðkomandi ekki bara að losa sig við óþægindi heldur er viðkomandi líka að safna kröftunum til að búa til framtíðina sem þeir vilja. En þú notar ekki orðin "nokkuð gott" - er það nokkuð??
Við hvíslum bara.
Alheimurinn
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
21.1.2008 | 09:40
Að fara gegn straumnum
Til að hafa hugrekki til að velta fyrir þér öðrum lífsviðhorfum en þeim sem flestir hafa - án þess að taka mið af öðrum fólki eða aðstæðum - jafnvel þessum viðhorfum sem fara gegn straumnum - þá þarftu að vera andlegur risi með barnslega forvitni. Og líka hafa endalausa þrá fyrir meira en lífið býður uppá.
Já - þú ert búinn að ná þessu.
Alheimurinn
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
18.1.2008 | 09:29
Allt sem þér þykir vænt um
Nálgastu allt sem þér þykir virkilega vænt um - eins og þú virkilega, virkilega meinir það.
Og ég virkilega, virkilega meina það.
Alheimurinn
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)