Færsluflokkur: Bloggar
28.5.2008 | 09:58
Hvað er í "inboxinu" þínu?
|
10.000 "Ég elska þig" - á hverjum morgni
10.000 "Ég sakna þín" - í hádeginu
10.000 "Þú ert æði" - á hverju kvöldi - og
10.000 "Dreymi þig vel og sé þig fljótlega........"
Bara smá hluti þess sem ég sé í "inboxinu" þínu - á hverjum einasta degi.
Finnurðu ekki fyrir því?
Alheimurinn
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.4.2008 | 09:18
Ég þoli ekki þegar það gerist
Hvað ef sú manneskja sem þér líkaði minnst við - væri sú sem að elskaði þig mest?
Nákvæmlega - ég þoli ekki þegar það gerist.......
Alheimurinn
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
18.3.2008 | 09:43
Eltið sigurvegarann
|
Það er ekki alltaf auðvelt að ímynda sér staði sem þú hefur ekki komið til - en dreymt um að fara, að eiga hluti sem þú hefur aldrei átt - en dreymt um að eiga - og að dreyma um að vera sú manneskja sem þig langar mest til að vera. En eftirpartýið - það er auðvelt að láta sig dreyma um það! Bestu vinirnir og fjölskyldan á flottum stað og uppáhalds tónlistin spiluð. Það er skálað og gleðitár renna. Faðmlög og fagnaðaróskir! Og þér líður eins og best verður á kosið - og lífið hefur tilgang og þú skilur lífið svo vel!
Það er svona sem þetta er gert.
Allir að elta sigurvegarann!
Alheimurinn
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
7.3.2008 | 15:46
Með allt á hreinu
|
Hugsunin er eini hreyfanlegi stuðullinn í lífinu.
Hitt var allt ákveðið fyrir löngu, löngu síðan.
Með allt á hreinu,
Alheimurinn
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
27.2.2008 | 09:32
Svona er þetta bara
Fyndist þér ekki að þetta ætti að vera svona:
Þú finnur löngun, hugsar um hana, vinnur í henni og "púff" hún verður að veruleika.
Eða - þú verður ástfangin(n) á réttum tíma, af réttu manneskjunni, hún verður ástfangin af þér og "bingó" - allt smellur!
Eða - þú ert með spurningu, sendir hana á mig, gleymir henni og "voila" þú bara veist svarið.....
Mér finnst líka að þetta ætti að vera svona, sem í rauninni er alveg rétt, því að þetta er nákvæmlega svona - án alls ótta!
Kúl, finnst þér ekki?
Alheimurinn
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
26.2.2008 | 09:55
Þú og hinir
|
Ef þú vissir hvað fólk er yfirleitt hrætt, værir þú enn hugaðri.
Hleyp hraðar, stekk hærra og hlæ meira,
Alheimurinn
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
18.2.2008 | 09:55
Verkefni nr. 2
Þú mátt alveg trúa mér, þegar ég segi að annað stærsta verkefnið hérna megin, er að sjá til þess að það sé bros á vörum þínum og að heyra hlátur þinn í vindinum. Og - verkefni nr. 1? Að hafa gaman hjá okkur. Ligga-lái, Alheimurinn
|
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
14.2.2008 | 09:24
Eins og þú þarft
Í gengum nóttina kemur ljósið sem færir okkur daginn.
Í gegnum huga þinn kemur hugsunin sem mótar leirinn.
Og við hvert tækifæri sem gefst, á hvern mögulegan hátt næ ég í - fyrir þig - nákvæmlega eins mikið og þú hefur ímyndað þér.
Alheimurinn
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
7.2.2008 | 14:21
Grænt M og M
Ég er svo með þetta á tæru. Algjörlega kristaltæru. Ég þekki leyndarmál lífsins. Veit hvernig ég get snúið heiminum í hendi minni. Og ég veit líka af hverju það verður aldrei hætt að framleið grænt M og M. En það sem ég veit ekki. Hef ekki hugmynd um - ekki glóru að ég viti það - get engan vegin reynt að ná því - er hvað þú ert að hugsa nákvæmlega núna. Og fyrir þessa hugsun, hvort sem það er gleði, lækning, uppfinning, ævintýri eða vinátta eða hvað sem er, get ég ekki þakkað mér. Hún er algjörlega þín. Sannleikur, Alheimurinn |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
4.2.2008 | 12:39
Dramatíkin meðtalin
Ef ég gæti - nákvæmlega á þessari stundu - tekið þig með mér á bak við veggi tíma og rúms, leyft þér að sjá allt sem þú getur ekki séð núna...... töfra og kraftaverk heimsins, leyndarmál og leyndardóma fortíðarinnar, allan vinskap sem þú hefur áunnið og gleymt, kosmíska regnboga og fossa og öll ævintýrin sem eiga eftir að koma þér á óvart....... veistu hvað mun koma þér mest á óvart?
Hversu mikið þú þráir allt sem þú hefur núna........ dramatíkina meðtalda.
Þú rokkar,
Alheimurinn
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)