29.1.2008 | 10:36
Hvað með þig?
Ég hef verið að hugsa um óskirnar þínar. Í rauninni hef ég MIKIÐ verið að hugsa um þær. Reynt að sjá fyrir mér hvaða áhrif þær munu hafa á líf þitt. Stundum (ok - daglega) ímynda ég mér að þær hafi ræst. Ég sé þig oft fyrir mér njóta þeirra, hjarta þitt slær hraðar, vinir þínir tala og jafnvel nágrannarnir. Ég heyri næstum oooohhh-in og aha-in, ég finn fyrir klappinu og bragðinu af sigrunum - á þínum vörum.
Hvað með þig?
Alheimurinn
Athugasemdir
Alheimur,, þakka þér fyrir þessar fallegu hugsanir til mín, ég opna hér með hjarta mittog tek á móti öllu því góða sem alheimurinn færir mér.
Margrét Guðjónsdóttir, 29.1.2008 kl. 18:52
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.