Farðu alla leið!

 

Farðu alla leið!

Hugsaðu framyfir núverandi drauma þína, að draumunum sem þú kemur til með að hafa, þegar núverandi draumar hafa ræst.

Og þegar þú sérð ÞAÐ líf ljóslifandi fyrir þér og ÞÁ drauma fyrir þér - þá tekur þú eftir hversu göngulagið breytist og hversu stoltur þú stendur.  Byrjaðu að ganga og standa þannig - í dag.

Frábært!

Alheimurinn


Útskýringar og afsakanir

Þörfin að upplýsa, útskýra eða afsaka sjálfan sig í samböndum, er alltaf svoldið svona "sjálfs-afgreiðsla.

Hey, það er alveg í lagi, því ég afgreiði þig hvenær sem er. Það sem er þó mikilvægara er að vita sannleikann um hvað fékk þig til að upplýsa, útskýra og afsaka.
Það lýsir nefnilega óöryggi sem er auðvelt að laga - á annan hátt.

Hæ-hó!

Alheimurinn


Veraldir fæðast, heimsálfur rísa

 

Stundum hlæ ég svo hressilega að það þyrlar upp fellibyl í himinhvolfinu.

Stundum brosi ég svo breytt að fjarlægar stjörnur hristast í jarðskjálfta.

Og stundum, þegar ég er flýt um á hamingjuskýji, þá fæðast veraldir, heimsálfur rísa og úthöfin gera sig breið.

En aldrei nokkurn tíma legg ég svo mikið sem einn fingur á jörðina.  Því þar er mínu starfi lokið og þitt starf rétt að byrja.

Ho, ho, ho!

Alheimurinn


Hömluleysi

 

Það er enginn leið sem þú hefur valið eða munt nokkurn tíma velja, sem mun hefta þig eins og þú heldur að muni gerast.

Eða hefta þig yfirleitt.

Hversu "cool" er það?

Alheimurinn


Draumarnir rætast

 

 Margir velta fyrir sér......

Færri taka sér tíma til að virkilega hugsa.....

En allavega - ég er alveg viss um að ég gæti talið á fingrum annarar handar, hve margir sjá fyrir sér og upplifa sterkt drauma sína, alveg eins og draumarnir hefðu þegar ræst, á hverjum degi, þó ekki væri nema í 5 mínútur eða svo.

Gerðu það - þangað til þú nærð árangri

Alheimurinn


Þú getur treyst mér

 
Ég er með eitt, alveg á hreinu.  Það að með tímanum verður allt skýrara, öllum spurningum verður svarað, það sem er brotið verður bætt, nýjar leiðir lýsast upp, hjartasár gróa, ástin kemur aftur - og þú munt líta til baka, með tár í augum og gleðjast yfir undrum lífsins.

Og það sem er best af öllu, tíminn er það eina sem nóg er til af!

Þú getur treyst mér.

Alheimurinn


Hjartað og heilinn

 

Í flestum tilfellum, þegar þú reynir að rökræða (með heilanum) við hjartað þitt - farðu þá eftir hjartanu.

Því í rauninni, er mun auðveldara fyrir heilann að ná því sem hjartað segir, en það er fyrir hjartað að ná því sem heilinn er að meina.  Mikið auðveldara!

 Alheimurinn


Snilldar draumar


Sumir snilldar draumar sem hafa ræst, voru alls ekki draumar, heldur staðlar sem ekki var hægt að breyta Wink

Ó já - við erum að ná völdum....

Alheimurinn

 

 


Snilligáfa og hugrekki

Mig rámar í samræðurnar okkar.  Við vorum að borða ótrúlega góðar smákökur, hlustuðum á Fimmtu sinfóníu Beetovens, áður en hann varð Beethoven og horfðum yfir stjörnuþokurnar, þegar þú talaðir um hvað það væri æðislegt, að einn daginn eiga drauma.  Þú vissir ekki þá að draumarnir voru byrjaðir að festa sig.  Þú vissir ekki heldur að allir þínir sigrar voru byrjaðir að eiga sér stað og þú vissir heldur ekki um alla vinina sem þú áttir eftir að hitta og eignast.

Og þar sem ég hlustaði á þig í andakt, langaði að vita meira um snilligáfu þína og hugrekki - þá leið næstum yfir mig þegar þú bættir við:  Ef það lítur út fyrir það, einhverntíma, að ég þurfi á þinni hjálp að halda, svona áður en ég fer að hjálpa mér sjálfur/sjálf, þá ekki blanda þér í málið, annar eyðileggur þú allt.

Minningasmiðurinn þinn

Alheimurinn

 


Breytingar í efnisheiminum


Athyglisvert að þegar þú breytir hugsunarganginum, ferð þú ósjálfrátt að sjá breytingar í umhverfi þínu, t.d. í samskiptum við fjölskylduna, í atvinnumálum og fjárhagslegar breytingar. En jafnvel þá sérðu að í raun hefur ekkert svo mikið breyst í efnisheiminum.

Já einmitt - mín hugmynd
Alheimurinn


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband