24.8.2007 | 09:13
Leyndarmál
|
Leyndarmálið á bak við það hvernig á að gera rétta hlutinn, á nákvæmlega réttum tíma í lífi þínu, er að það eru fleiri en einn réttur hlutur og fleiri en einn tími réttur. Miklu, miklu fleiri.
Í öðrum orðum, hvað sem þú gerir næst eða hvernig, svo lengi sem þú gerir eitthvað - þá verð ég þar til að taka á móti þér, pússa vankantana og tengi saman þræðina.
Þangað til þá - Alheimurinn
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
23.8.2007 | 09:27
Að gleðjast og njóta
Og ég verð að segja, að hafa tengingu við sál sem er jafn spennandi og þín, gefur okkur öllum ástæðu til að gleðjast og njóta.
Með þakklæti -
Alheimurinn
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.8.2007 | 10:14
Að færa fjöll
Helsta ástæða þess að fólk byrjar ekki á því sem því langar til að gera, er að það heldur að þeirra einföldu, litlu aðgerðir geri ekkert til að vinna á fjallinu sem því langar til að færa. En munið þetta - þannig var fjallið búið til í byrjun. Ég var þar - |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.8.2007 | 14:32
Í tíma og rúmi
Nei, allt var öðruvísi þegar fólk var vant að segja hluti eins og: "Ég hef ekki hugmynd", "ég hef ekki tíma, "það er ekki svo auðvelt".
Talandi um gamla daga!
Allt er breytt!
Alheimurinn
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.8.2007 | 14:12
Tíminn flýgur
Vá, hvað tíminn flýgur áfram, hafið þið tekið eftir því?
Ég meina það, það er eins og það hafi verið í gær að þú og vinir þínir voruð klædd í fíkjulauf eða skinnpjötlur, berjandi steina og nuddandi spítur til að kveikja eld. Þið spurðuð mig um hluti sem ykkur vantaði, eins og þið gætuð ekki útvegað það sjálf.
Uss! Tala nú ekki um furðuleg brúnkuför.
Heill sé sólinni -
Alheimurinn
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)