Fyrir löngu, löngu síðan

 

Fyrir löngu, löngu síðan, áður en það var jafnvel sandur í tímaglösum, þá var pínu, pínulítill punktur, næstum ósýnilegur, sem var færður þér að gjöf.

Í fyrstu, hissa og undrandi, hélstu að þetta væri grín.  Samt sem áður,  verandi forvitinn og treystandi öðrum, sagði sannfæring þín þér að þiggja gjöfina og áður en langt um leið, fórstu að rannsaka hana.

Og taktu eftir, þú fórst að verða lítill sjálfur og sást þá pínulítinn inngang- inn í gjöfina, inngang sem var eins og langur, bugðóttur stígur.  Þú gekkst inn, og sást þau mögnuðustu, mosavöxnu eikartré sem þú hafðir nokkurntíma séð.  Fyrr en varði fannstu skínandi, gylltan gamaldags lykil sem hafði legið á stórum hringlaga steini, að því virtist fyrir þig, til að finna.

Með lykilinn í hendinni, hélstu áfram að ganga stíginn, þar til þú komst að ógnarmiklu hliði.  Yfir hliðinu var gamaldags skjöldur og á hann var skrifað:

"Velkominn í Skóg Tíma og Rúms, þar sem ekkert er eins og það sýnist, þó er allt mögulegt.  Ef þér finnst þú villtur og leiður, gleymdu þá ekki hvar þú ert og fylgdu leiðarvísunum....."

Þar sem þú kíktir í gegnum stóru járnstangirnar í hliðinu, gastu séð Vetrarbrautina og billjónir annara stjörnuþoka.  Hugsanir þínar fóru af stað, ímyndunaraflið tók flugið - og þar sem þú lyftir lyklinum þínum að lásnum og opnaðir, heyrðist hátt hljóð og þú sást skært ljós.  Eftir það - eins og ljósárum seinna - en samt í sömu andrá, sástu þig í hinum fegursta mannlega líkama, búandi á hinni fegurstu litlu plánetu, eigandi yndislegt líf.  Þú varst með forvitni-hrukku á enninu, lesandi þennan pistil, hér og nú, sem þú manneskja sem þú ert........

Talandi um tákn -

Alheimurinn


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband